Óveðrið: tugmilljóna kr tjón í Súðavík

Veðrið sem gekk yfir þriðjudaginn 28. september 2021 skildi eftir sig verulegt tjón í Súðavíkurhöfn auk þess sem bátur frá Iceland Sea Angling skemmdist talsvert, þar sem síða brotnaði. Bragi Þór Thoroddsen, sveitartjóri taldi líklegt að þetta tjón væri upp á 15-20 m. kr. lauslega áætlað.

Eins og sjá má skemmdist flotbryggja og brotnaði frá landi í veðurhamnum.

Bragi var ekki tilbúinn til þess á þessari stundu að leggja frekara mat á skemmdirnar en sagði að það myndi skýrast fljótlega.

DEILA