Á Veturnóttum, föstudaginn 22. október kl. 12, verður skólastjórasprell í Edinborgarhúsinu.
Sigrún Pálmadóttir, aðstoðarskólastjóri TÍ / sópransöngkona, Bergþór Pálsson, skólastjóri TÍ / barítónsöngvari og Margrét Gunnarsdóttir skólastjóri Listaskóla Rögnvaldar / píanóleikari, flytja létt lög úr ýmsum áttum í Edinborgarhúsinu föstudaginn 22. október kl. 12.
Aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir.
Opinn dagur á laugardaginn
Laugardaginn 23. október verður opinn dagur í Tónlistarskólanum. Dagskráin er sem hér segir:
Kl. 14:00 Gestum er frjálst að fylgjast með kennslu í skólanum. Opið verður fram á gang úr stofum.
Kl. 15:00 Dagskrá í Hömrum
– Samúel Einarsson segir frá nýútkomnum geisladiski með lögum hans og spilar lög af diskinum.
– Jóngunnar Biering Margeirsson, gítarkennari, flytur eigin lög ásamt Hljómórum, en þá skipa auk Jóngunnars: Rúna Esradóttir og Svanhildur Garðarsdóttir.
– Jón Hallfreð Engilbertsson flytur ljóð úr nýútkominni ljóðabók sinni.
– Bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar kynntur og heiðraður.
Léttar veitingar