Ísafjarðarbær: bæjarfulltrúi kærir bæinn

Hnífsdalur.

Nanný Arna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ hefur falið lögmanni sínum að senda kæru til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál vegna dráttar á málsmeðferð vegna umsóknar hennar um byggingarleyfi við Heiðarbraut 15 (Hvammur) í Hnífsdal. Lögmaðurinn hefur sent skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar afrit af kærunni með bréfi dags 14. september sl.

Umsóknin er dags 21.12. 2020 en bókað í fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar þann 21.2. 2021 og óskað eftir umsögn Veðurstofunnar.

Hvammur er á C snjóflóðahættusvæði

Sú umsögn er dagsett 23.2. 2021. Þar segir:

Húsið Hvammur, sem er skráð sem íbúðarhús, er á C-svæði vegna ofanflóðahættu. Á C-svæði er skv. reglugerð 505/2000 „heimilt að breyta íbúðar-og atvinnuhúsnæði þó þannig að heildaráhætta á viðkomandi svæði aukist ekki, t.d. með fjölgun íbúða eða fjölgun starfsmanna.“
Það er því leyfilegt að byggja við húsið á þessu svæði enda er ekki verið að fjölga íbúðum. Þá er ágætt að sá hluti hússins sem er næst fjallinu er skúr en ekki íbúðarhluti hússins. Með því að gera upp og byggja við húsið er hins vegar er verið að taka í notkun íbúðarhús sem hefur ekki verið í notkun undanfarið. Og má hafa í huga að þarna mætti ekki byggja nýtt íbúðarhús.
Fyrirætlanir eru um að reisa upptakastoðvirki í Bakkahyrnu en ekki er kominn tímasetning á þá framkvæmd. Húsið mun því standa á C-svæði á næstu árum.

DEILA