Grindhval hefur rekið upp á land í Súðavíkurhlíð við farveg 21 (rétt við merkið) á hlíðinni, rétt utan við grjóthrunsmerki Vegagerðarinnar.
Búið að gera viðeigandi stjórnvöldum og stofnunum viðvart og kemur í ljós hvað verður um hann. Gæti verið hluti af vöðunni sem rak upp í Trékyllisvík segir Bragi Thoroddsen, sveitarstjóri. Hræið er enn heillegt fyrir áhugasama, en hægt er að sjá hvalinn frá vegkantinum.