Þingeyri: veggmyndir á Vélsmiðjuna

Stórar veggmyndir á gafli Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri hafa vakið athygli vegfarenda. Myndirnar lýsa á listrænan hátt starfseminni sem löngum fór fram í vélsmiðjunni.

Það er listamaðurinn og Þingeyringurinn Marsibil G. Kristjánsdóttir sem málar myndirnar. Hún segir að þær verði kláraðar í þessari viku ef þurrkur verður nægilegur.

Orkubú Vestfjarða, ÖVD – Öll vötn til Dýrafjarðar og Málningarbúðin Ísafirði, styrktu verkefnið.

DEILA