Svavar Konráðsson hefur verið ráðinn sem starfsmaður FabLab smiðjunnar á Ísafirði. Svavar er vélaverkfræðingur og hefur verið áberandi í frumkvöðlaumhverfi Íslands. Árið 2017 vann hann Gulleggið með verkefninu “SAFE seat”.
Svavar hefur meðal annars tekið þátt í að stofna Team Spark – Formula Student Iceland , unnið við þróun og hönnun hjá fyrirtækinu Rafnar sem vinna að nýsköpun í bátasmíði og stofnað 3D-Prentun ehf. Eitt af fyrstu verkum Svavars í smiðjunni verður að taka þátt sem mentor í Startup Westfjords í Blábankanum á Þingeyri sem fer fram í næstu viku.