Nú er komið að því

Kæri kjósandi og kæri lesandi. Nú er komið að því. Nú er komið að þvíð að velja og val þitt virðist erfitt. Í dag á að velja flokk eða kannski að velja það sem að sumir segja fokk því þeir eru allir eins þessir stjórnmálamenn, það er sami rassinn undir þeim öllum. Ef að svo væri þá liti minn allt öðruvísi út en hann gerir. Ég get ekki vitað hvað hentar Vestjörðum best því ég er ekki fædd og uppalin fyrir vestan eða á Ströndum eða Hvammstanga eða Stykkishólmi eða Borgarnesi eða Búðardal eða Skagafirði. Þetta kommapakk eða sjálfstæðispakk eða framsóknarpakk eða Píratakrakkaskrattar eða hvað það nú er stendur aldrei við það sem að það segir en það voru ekki mín orð það eru orðin sem að við frambjóðendur fáum að heyra utanað okkur.

Ég er Samfylkingar kona en hef kjaftinn fyrir neðan nefið enda komin af fólki með ríka réttlætiskennd. Ég hef flakkað um Norð-Vestur kjördæmið síðan snemma sumars og víða komið við en náði ekki nema broti af því mannlífi sem mitt kjördæmi býður uppá. Ég heimsótti ótal fyrirtæki og hitti margan manninn. Ég hlustaði og spurði og spjallaði. Ég afhenti rósir og brosti og fékk bros á móti.

Ég keyrði um fína malbikaða vegi og fór í nýju göngin en mikið vildi ég að það væru gerð fleiri göng og betri vegir og ekki bara verið að gera göng á einum stað á landinu í einu . Ég vil sjá heilsugæslu sem víðast en það er skortur á fólki, það er skortur á húsnæði og það er skortur á atvinnutækifærum og sumstaðar er ekki hægt að sjá hvar væri best að byrja.

Samfylkingin, minn flokkur, ætlar að byrja á þeim endum sem þarf og klára þá og halda áfram með uppbyggingu á tækifærum í menntun og atvinnu í okkar kjördæmi og landinu öllu. Við viljum nýsköpun og til þess þarf að hlusta á fólk og sjá tækifærin í einstaklingnum og tækifærin á svæðinu og veita þeim stuðning.

Til þess að það megi takast þarf ég þitt atkvæði. Stattu nú á fætur, farðu á kjörstað og settu X við S.

Kæk kveðja

Jónína Björg Magnúsdóttir

DEILA