Á föstudaginn verður opnuð i Reykjavík fræðslumiðstöð um laxeldi á Íslandi. Það er Vestfirðingurinn Sigurður Pétursson, einn stofnandi Arctic Fish sem stendur að fræðslumiðstöðinni. Hú er til húsa að Mýrargötu 26 sem er við gömlu höfnina í Reykjavík.
Sigurður sagði samtali við Bæjarins besta að fræðslumiðstöðinni væri ætlað að veita almenningi innsýn í fiskeldið á landsbyggðinni. Þar væri myndavélakerfi sem tengt er beint við Fiskeldi Autfjarða og Laxa ehf a Austurlandi og fólk getur séð beint frá kvíunum og starfseminni.
Auk Sigurðar verður Katrín Ólafsdóttir, verkfræðingur starfsmaður miðstöðvarinnar. Fræðslumiðstöðin er byggð á erlendri fyrirmynd svo sem í Noregi.
Sigurður sagði að athyglisvert væri að hópar innan úr stjórnsýslunni og atvinnulífinu hefðu boðað komu sína. Um væri að ræða fólk sem vildi kynna sér þennan atvinnurekstur og með fræðslumiðstöðinni gæfist kostur á því með aðgengilegum hætti.
meðal bakhjarla fræðslusetursins eru fyrirtækin Laxar fiskeldi og Ice Fish Farm
Opnuð hefur verið vefsíða LAX-INN og þar segir um tilgang fræðslusetursins:
Vekja áhuga almennings sjálfbærri matvælaframleiðslu
Miðla þekkingu um stöðu fiskeldis, tækni- og dreifingarfyrirtækja í greininni
Gera upplýsingar um umhverfisþætti tengda eldinu aðgengilega
Gera tækifærin sem byggja á tækniþróun og nýsköpun sýnileg