Kubbur tekur við sorphirðu í Vesturbyggð og á Tálknafirði

Í sumar bauð Vest­ur­byggð og Tálknafjarðarhreppur út sorp­hirðu í sveit­ar­fé­lögunum, bæði fyrir heimili, stofn­anir og móttöku­svæði.

Unnið var út frá frum­grein­ing­ar­vinnu sem verk­fræði­stofan Efla vann og útboðs­gögn í fram­haldi af þeirri vinnu unnin af Tækni­þjón­ustu Vest­fjarða.

Terra ehf (áður Gámaþjónustan) hefur um árabil þjónustað sveitarfélagið í þessum málum en nú var Kubbur hlutskarpast og tekur því við.

Formleg skipti fara fram núna um mánaðamótin ágúst – september.

Nýr verktaki mun fá tíma til að komast af stað með þjónustu og verkferla og Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur í samvinnu við nýjan verktaka koma af stað kynningarferli sem miðast að því að upplýsa íbúa um fyrirkomulag og tímasetninga á þeim breytingum sem verða.

.

DEILA