Göngufólk í sjálfheldu á Bolafjalli

Rétt eftir klukkan 22 í gærkveldi var björgunarsveit í Bolungarvík kölluð út vegna göngufólks í sjálfheldu í Bolafjalli ofan við Skálavík. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbjörgu.

Kolniðamyrkur og slydda var á fjallinu og fyrsta verkefni björgunarsveitafólks var að staðsetja fólkið sem tók um einn og hálfan tíma. Fólkið var statt ofarlega í fjallinu og var því hægt að keyra upp á fjallið og nálgast þau ofan frá. Á miðnætti var búið að koma fólkinu til hjálpar, það var óslasað og fékk far niður á láglendi.

DEILA