Finndu menningu fyrir alla, um land allt



Vefurinn Listfyriralla.is hefur vaxið og dafnað með árunum en þar nú einnig að finna vinsæla list- og menningarfræðslu í formi 150 myndbanda og listkennsluefnis svo og upplýsingar um listviðburði sem bjóðast grunnskólum landsins hverju sinni.

List fyrir alla er verkefni á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem hefur verið starfrækt síðastliðin 5 ár.

Markmið þess er að miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafnar þannig aðgengi þeirra að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.

Höfuðáhersla er lögð á list fyrir börn og list með börnum og leitast við sinna öllum listgreinum jafnt svo nemendur eigi þess kost að kynnast fjölbreytni listanna, íslenskum menningararfi og list frá ólíkum menningarheimum.

DEILA