Ef þú ert að spá í stjörnumerkin er þetta námskeiðið fyrir þig.
Stjörnumerkið sem þú tilheyrir ræðst af því hvar sólin var á himninum í mánuðinum sem þú fæddist. Talið er að hvert merki stjórnist af einni eða tveimur plánetum, eins og sól, tungli, Venus, Merkúr, Mars, Júpíter eða Satúrnusi. Eins tilheyra stjörnumerkin jörð, eldi, lofti eða vatni. Hvert stjörnumerki flokkast síðan sem breytilegt, frumkvætt eða stöðugt.
Á námskeiðinu verður fjallað um þessi grunnatriði eins og sólina og pláneturnar sem stjórna stjörnumerkjunum 12 og húsin í stjörnukortinu. Skoðað verður hvernig sólin og pláneturnar hafa áhrif eftir því í hvaða merki og húsi þær eru staddar í hverju sinni. Hver þátttakandi lærir að túlka áhrifin og hvernig má gera á léttan og leikandi hátt mánaðarspá fyrir hvert merki með skemmtanagildið í fyrirrúmi.
Námskeiðið er kennt fjóra fimmtudaga kl. 18:00-20:00, hefst 23. september og lýkur 14. október. Námskeiðið er hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Efni námskeiðsins:
Vika 1. Táknin fyrir stjörnumerkin og pláneturnar kynnt. Fjallað um hvað einkennir merkin og hvaða áhrif pláneturnar hafa á þau.
Vika 2. Umfjöllun um stjörnukort og um skiptingu þess í 12 hús, hvað húsin merkja og hvaða stjörnumerki stjórna hverju húsi.
Vika 3. Fjallað um afstöður milli pláneta og hvernig þær hafa áhrif á framvindu í kortum fólks. Skoðaðar verða afstöður himintunglanna um þessar mundir.
Vika 4. Túlkun á sólinni og persónulegu plánetunum í stjörnukorti og hvernig má spá í stjörnurnar fyrir næsta mánuð fyrir hvern og einn, með áherslu á skemmtanagildið.
Leiðbeinandi og námskeiðinu er Helga Konráðsdóttir, kennari og náms- og starfsráðgjafi. Helga hefur áhuga á sálfræði, dáleiðslu og óhefðbundnum málefnum eins og Tarot, feng shui, draumatúlkun, talnaspeki o.fl. Aðaláhugamál og tómstundagaman hennar hefur þó alla tíð verið stjörnuspeki (astrology) og hefur hún sótt fjölda námskeiða hjá erlendum stjörnuspekingum í gegnum árin.