Búast má við vondu veðri

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum.

Aftaka veður verður á Vestfjörðum sem mun ná hámarki seinnipartinn í dag.

Súðavíkurhlíð og Flateyrarvegi var lokað kl. 11:30 í dag þriðjudag um óákveðinn tíma vegna slæmrar veðurspár fyrir Vestfirði en búist er við mjög miklum vindi og úrkomu.

Miðað við veðurspá verður ekkert ferðaveður á milli þéttbýlisstaða á Vestfjörðum á meðan veðrið gengur yfir.

Þar sem hitastig á láglendi er í kringum frostmarkið og búast má við hlýnandi veðri næstu daga er fólki bent á að huga vel að niðurföllum við hús sín.

DEILA