Blús milli fjalls og fjöru 2021

Blúshátíðin á Patreksfirði hefst í kvöld og stendur fram á laugardagskvöld.

Í kvöld kemur fram Blússveit Þollýar, en hún var fyrst til að koma á blúshátíð í sjóræningjahúsinu á sínum tíma. Með henni eru þungavigtarmenn í músik, Tryggvi Hufner, Friðrik Karlsson, Jón Guðjónsson og Fúsi Óttars.

Seinna bandið í kvöld eru kornungir strákar sem kalla sig Fógetarnir. Í kynningu segir að þeir séu fantagóðir rokkblúsarar og minni um markt á strákana frá í fyrra, sem voru ógleymanlegir. Þetta er nýtt tríó, ogeru þeir kynntir á svið í fyrsta sinn.

Á laugardagskvöldið er einnig nýtt band sem sett var saman fyrir þessa hátíð með valinkunnum listamönnum um áratuga skeið R G P 103 blús band. Þar er góður hópur góðra blúsara, Rúnar Þór Pétursson, Gunnar Örn Sigurðsson, Árni Björnsson, Pjétur Stefánsson og Steinar Helgason.

Að endingu verður rokkblúsbandið Johnny and the rest. Þeir komu til Patreksfjarðar fyrir um 20 árum og gerðu allt vitlaust í félagsheimilinu þá.

Miðasala verður við innganginn og einnig er hægt að panta miða í síma 899 1120 Palli, 863 0957 Guðni, 846 8346 Sigga Dísa.

DEILA