Þeir Guðmundur Franklín Jónsson og Glúmur Baldvinsson, Gúndi og Glúmur, frambjóðendur Frjálslynda lýðræðisflokksins ætla í hringferð um landið á morgun sem stendur frá 15. september til 23. september. Þeir kalla ferðina „Á grænu ljósi“. Þeir félagar ætla að taka hinn pólitíska púls á landanum og skeggræða við menn um málefni líðandi stundar og hlusta á kjósendur. Þeir verða með beina útsendingu á facebook úr ferðinni við og við þegar eitthvað fréttnæmt, skemmtilegt eða markvert gerist.
Ferðatilhögunin er þannig að 15. og 16. september fara þeir um staði á Vestfjörðum. Hafa ber þó í huga að dagsetningar geta þó breyst með litlum fyrirvara. Þeir félagar verða í símasambandi ef einhver vill bjóða þeim í heimsókn eða koma á fundi með þeim félögum. Síminn hjá þeim í ferðinni er 8399911.
15-Sept. Akranes, Borgarnes, Arnarst., Helliss., Rif, Ólafsvík, Grundarfj., Stykkish., Búðardalur, Reykhólar, Ingjaldssandur
16-Sept. Patró., Tálknafj., Bíuldud., Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Bolungavík, Hnífsd., Ísafj., Súðavík, Hólmavík, Drangsnes, Skagaströnd.