Friðlýst svæði hafa rúmlega tvöfaldast á 20 árum

Friðlýst svæði hafa rúmlega tvöfaldast í ferkílómetrum talið frá byrjun þessarar aldar eins og sjá má á myndinni sem fylgir með fréttinni. Samtals hafa friðlýst svæði farið úr 12.368 ferkílómetrum í 26.677 ferkílómetra.

Á þessu ári hafa þrjú svæði verið friðlýst en það eru Stórurð og landslagsverndarsvæðið norðan Dyrfjalla, Gerpissvæðið og Fitjaá í Skorradal.

Þá hafa þrjú friðlýst svæði hafa einnig verið stækkuð á árinu en það eru friðlandið í Flatey á Breiðafirði, Snæfellsjökulsþjóðgarður og fólkvangurinn í Garðahrauni efra og neðra.

DEILA