Samtals 116 kórónuveirusmit hafa greinst innanlands eftir sýnatöku gærdagsins. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is
Af þeim sem greindust í gær voru 42 í sóttkví við greiningu, rúmlega 36%.
Alls eru nú 1.329 í einangrun og 1.941 í sóttkví. Sextán eru á sjúkrahúsi með veiruna.
Á Vestfjörðum eru 16 í einangrun og 71 í sóttkví.
Í tilkynningu á covid.is kemur fram að til að efla varnir gegn delta afbrigði SARS-CoV-2 sem nú er ráðandi og útbreitt í samfélaginu hér á landi hefur sóttvarnalæknir mælt með örvunarbólusetningu þeirra sem fengu eins skammts bóluefni frá Janssen í fjöldabólusetningarátaki gegn COVID-19 í vor. Þeir sem fengu bólusetningu eftir COVID-19 sýkingu þurfa ekki frekari örvun að svo stöddu.