Vegagerðin hefur endurbætt veginn upp að göngskíðaskála á Ísafirði fyrir 52 m.kr.
Vegurinn er tengivegur og á vegaskrá Vegagerðarinnar, sem sér um veghald.
Verkið fólst í styrkingu og lögn klæðingar á Skíðaveg á ríflega 2 km kafla, nánar tiltekið frá slitlagsenda og upp að gönguskíðaskála. Jafnframt voru beygjur lagaðar á sama vegkafla. Kostnaðurinn er orðinn 52 m.kr.
Verkið var unnið í fyrra og eftir er að leggja seinna lag klæðingar sem er áformað á þessu ári.
Þetta kemur fram í svörum upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar við fyrirspurn Bæjarins besta.