Urðartindur er fjölskyldurekin gistiaðstaða fjarri ysi og þysi í einstaklega fallegu umhverfi Norðurfjarðar. Boðið er upp á gistingu í herbergjum með baði og sumarhúsum, ásamt tjaldstæði.
Bráðlega verða opnuð fjögur ný herbergi þar sem áður voru gömul fjárhús, en framkvæmdir við þessar breytingar hófustu vorið 2019.
Með þessari viðbót er hægt að bjóða upp á 8 herbergi og 2 smáhýsi fyrir ferðafólk hvaðanæva að úr heiminum.
Að sögn Arinbjörns Bernharðssonar sem rekur Urðartind hefur verið mikið að gera í sumar og margir lagt leið sína norður í Árneshrepp. Að meirihluta hafa það verið Íslendingar sem hafa komið þangað og margir heimsótt Kaffi Norðurfjörð, Handverkshúsið Kört og farið í frábæra sundlaug í Krossnesi.