Reykjaskóli í Hrútafirði

Skólahald hófst að Reykjum í Hrútafirði 7. janúar 1931 með stofnun Héraðsskólans að Reykjum og stóð nær óslitið til ársins 1988 ef undan eru skilin árin 1940-1943 þegar breskt setulið hafði aðsetur að Reykjum.

Skólabúðirnar í Reykjaskóla tóku til starfa haustið 1988 og hafa starfað óslitið síðan. Nemendum grunnskóla víðsvegar að af landinu gefst kostur á að dvelja í skólabúðunum, vikutíma í senn við nám, leik og störf.

Árlega koma u.þ.b. 3000 börn í skólabúðirnar og miðast starfstíminn að mestu við skólaár grunnskóla landsins.

Vikuna 23. ágúst til 27. ágúst fara börn úr 7. bekk í grunnskólum á Vestfjörðum í Skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði.

DEILA