Ólafsdalur

Ólafsdalur við Gilsfjörð er meðal merkustu menningarminjastaða á Vesturlandi og við Breiðafjörð.

Þar stofnaði Torfi Bjarnason fyrsta búnaðarskóla á Íslandi árið 1880 og var hann rekinn til 1907. Þar stunduðu 154 skólapiltar nám og komu þeir af öllu landinu. Myndarlegt skólahús frá 1896 stendur í Ólafsdal.

Opið verður fyrir gesti frá 25. júlí og til 15. ágúst og er opnunartíminn milli klukkan 12 og 17 alla daga.

Miklar framkvæmdir við uppbyggingu staðarins hafa verið í gangi í sumar og opnunartímabilið því með stysta móti.

DEILA