Í dag, þriðjudag, kl. 18:00 mætast Vestri og Þór frá Akureyri í 16. liða úrslitum í Mjólkurbikar karla.
Vestramenn ætla sér sigur í leiknum og að komast þannig í í 8. liða úrslit!
Vestri er núna í fjórða sæti Lengjudeildarinnar með 25 stig en Þór í því níunda með 19 stig.
Vestri hvetur alla sem vettlingi geta valdið að mæta á völlinn og styðja við strákana, enda útlit fyrir gott veður og spennandi leik.
200 manns mega mæta og því um að gera að drífa sig að kaupa miða í Stubb appinu.
Grímuskylda er á leiknum og ársmiðar gilda EKKI í bikarkeppninni.