Laugardalsá: engin fiskirækt stunduð

´Laxastiginn í Laugardalsá.

Haraldur Júlíusson, stjórnarmaður í Veiðifélagi Laugardalsár segir að veiðifélagið standa ekki í neinni fiskrækt og hafi ekki gert til fjölda ára. Það sé skýringin á því að ekki sé til fiskræktaráætlun fyrir ána. Ekki eru fyrirhugaðar neinar framkvæmdir vegna fiskræktar. Því er ekki þörf á slíkri áætlun.

Haraldur segir að síðast þegar veiðifélagið stóð í fiskræk hafi verið gerð fimm ára fiskræktaráætlun en hún gekk ekki eftir þar sem að á þeim tíma var fiskurinn í ánni sýktur af nýrnaveiki. Það sé nokkuð lagt síðan þetta var, líklega um árið 2005.

Þá hafi ekki verið nein hrognataka eða sleppingar í Laugardalsá síðan 2007 en þávar sleppt seiðum í ána. Þau voru ræktuð úr hrognum úr stofni árinnar.

DEILA