Formaður Framsóknarflokksins og Samgönguráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson var með fund í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á þriðjudagskvöldið. Auk hans voru frambjóðendur flokksins í kjördæminu á fundinum.
Í upphafi fundar afhenti formaður eldri borgara á Ísafirði ráðherranum áherslur eldri borgara.
Samgönguráðherra kom víða við í ræðu sinni.
Hann sagði að samgöngubætur á Suðurfjörðum Vestfjarða valda byltingu. Loftbrúin er komin til að vera en hún felst í því að ríkið greiðir niður ákveðinn fjölda af flugferðum á hverju ári fyrir íbúa á landsbyggðinni.
Þá vék Sigurður Ingi að stöðu barna erlendum uppruna og sagði að jafna þurfi aðstöðumun þeirra.
Hann hafði sérstaklega orð á því mikil uppbygging væri í Bolungarvík.
Um fiskeldi kom fram í máli hans að tryggja þurfi að auðlindarenta skilaði sér til samfélagsins. Þá ætti hluti af veiðigjöldum ætti að fara til sveitarfélaganna.
Í húsnæðismálum vék hann að hlutdeildarlánum og sagði þau hafa bjargað ungu fólki sem á lítið startfé, t.d. 1 milljón, til að kaupa sína fyrstu íbúð.
Um skort á rafmagnsframleiðslu á Vestfjörðum og ótrygga afhendingu aðfluttrar orku sagði ráðherrann að það væri galið að þurfa að flytja raforku á milli landshluta og sagði að það þyrfti að klára rammaáætlun og styrkja byggðalínuna. Benti hann á að kröfur um meira af grænni orku krefjist aukinnar rafmagnsframleiðslu og eins geti hugmyndir um vetni kallað á aukna eftirspurn.
Loks koma fram í máli hans að heilbrigðisþjónustuna þurfi að styrkja um land allt og auka fjölbreytni í þjónustu.