Bæjarráð Bolungavíkur hefur samþykkt að hefja undirbúning að stofnun þróunarfélags um ferðamannastaðinn á Bolafjalli.
Í minnisblaði Jóns Páls Hreinssonar bæjarstjóra segir að tilgangur félagsins væri að stýra rekstri og uppbyggingu á ferðamannastaðnum á Bolafjalli.
„Fyrstu skrefin í slíku félagi væri að skilgreina þá starfsemi sem þarf að eiga sér stað á Bolafjalli og eftir atvikum í sveitarfélaginu sam þarf til að veita gestum bsetu mögulegu upplifun. Samhliða þarf að meta rekstrarkostnað og að endingu þá tekjumöguleika sem eru til staðar af svæðinu.
Það er mikilvægt að ferðamannastaðurinn Bolafjall verði sjálfsbær eining sem er til þess fallin að bjóða uppá framúrskarandi upplifun fyrir ferðamenn og vörumerkið Bolafjall dragi til sýn gesti til Bolungarvíkur og Vestfjarða og ýti þannig enn frekar undir efnahagslegan grundvöll fyrir sterkara samfélag.“