Frá því er greint á vefsíðu Hraðfrystihússins Gunnvarar hf í kvöld að skipverji á Páli Pálssyni ÍS hafi greinst jákvæður í dag eftir að hafa farið í hraðpróf.
Beðið er niðurstöðu úr PCR prófi sem væntanleg er á morgun, föstudag. Þar til niðurstaða liggur fyrir er áhöfnin í sóttkví.
Á sama hátt hefur annar starfsmaður í landi einnig verið greindur jákvæður með hraðprófi og hluti starfsfólks farið í sóttkví þar til niðurstaða liggur fyrir úr PCR greiningu á morgun. Af þeim sökum verður skrifstofa fyrirtækisins í Hnífsdal lokuð á morgun.