Vesturbyggð og Tálknafjörður hafa í sameiningu ákveðið að óskað eftir tilboðum í sorphirðu til næstu fjögurra ára hið minnsta.
Útboðið nær bæði yfir hirðu og eyðingu á sorpi fyrir sveitarfélögin, ásamt ósk um tilboð í þá þjónustu sem snýr að söfnun á lífrænu sorpi við heimili, móttaka og afsetning á ýmsum efnisflokkum, ásamt aðstöðu til móttöku á söfnunarsvæðum, bæði í þéttbýli og dreifbýli.
Um mjög viðamikið verkefni er að ræða þar sem horft verður til þess að Vesturbyggð og Tálknafjörður muni í mun meira mæli en nú er, horfa til endurnýtingar á þeim efnum sem nú skila sér frá íbúum, ásamt því að farið verður í vinnu við að innleiða þá hugmyndafræði að þeir sem menga minna greiða minna.
Undanfarin ár hefur fyrirtækið TERRA séð um sorphirðu á suðurhluta Vestfjarða.
Það eru Ríkiskaup fyrir hönd sveitarfélaganna Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps sem óska eftir tilboðum í verkið.