Reykhóladagar verða haldnir hátíðlegir dagana 23. til 25. júlí næstkomandi.
Á föstudeginum verður fjölbreytt dagskrá og má til dæmis nefna brúðuleiksýninguna Dimmalimm, Reykhóladagahlaupið við Bjarkalund, Bjórmíluna sem er 4×400 metra hlaup með fjórum „drykkjarstöðvum“, töframaðurinn Jón Víðis verður með töfrasýningu í Reykhólabúðinni og kvöldið endar svo með BarSvari á Báta- og hlunnindasýningunni.
Á laugardeginum verður boðið upp á töfraskóla fyrir börnin, veltibílinn, dráttarvélarall ásamt læðutogi, vöffluhlaðborð og kassabílarall á Hellisbrautinni.
Þá fer fram Íslandsmeistaramótið í Þarabolta, kvöldvaka með brekkusöng, hæfileikakeppni og síðan er dansleikur með hljómsveitinni SUE.
Á sunnudeginum verður Handverksfélagið Assa með dagskrá í Króksfjarðarnesi.