Ort um vestfirska malarvegi

Nýr vegur á Dynjandisheiði. Mynd: Björn Davíðsson.

Hagyrðingurinn Pétur Stefánsson hefur verið á ferð um Vestfirði undanfarnar vikur og yrkir gjarnan um ferðalagið. Hann var nú síðast á sunnanverðum Vestfjörðum og ók malarvegina. Um þá segir hann að ekki sé ofsögum sagt að malarvegirnir eru hörmulegir. En segir Dynjandisheiðina ágæta. Klykkir út með að lofa malbikið.

Lítið á Vestfjörðum vegbótum miðar,

vegi þar holótta keyrði ég oft.

Brjóstin á frúnni hentust til hliðar

og hristust og þeyttust vel upp í loft.

Leiðinda hristingnum lítið ég unni,

frá ljótu atviki segja nú skal;

góminn minn falska ég missti úr munni

á malarvegi frá Bíldudal.

DEILA