Merkir Íslendingar – Kristján S. Aðalsteinsson

Kristján Sig­urður Aðal­steins­son fædd­ist í Hauka­dal við Dýra­fjörð þann 30. júní 1906. For­eldr­ar hans voru Aðal­steinn Aðal­steins­son, bóndi á Hrauni í Dýraf­irði og skip­stjóri á Byggðar­enda á Þing­eyri, og k.h., Krist­ín Kristjáns­dótt­ir hús­freyja. Aðal­steinn var son­ur Aðal­steins Páls­son­ar, út­gerðar­bónda á Hrauni, og Jón­ínu Rós­mundu Kristjáns­dótt­ur, en Krist­ín var dótt­ir Kristjáns Guðmunds­son­ar, út­gerðar­bónda á Vatt­ar­nesi, og Petrínu Pét­urs­dótt­ur.

Eig­in­kona Kristjáns var Bára, dótt­ir Ólafs Sum­arliðason­ar, skip­stjóra á Ak­ur­eyri, og Jó­hönnu Björns­dótt­ur. Dótt­ir Kristjáns og Báru er Erna lyfja­fræðing­ur.

Kristján lauk far­manna­prófi frá Stýri­manna­skól­an­um í Reykja­vík 1932. Hann fór fyrst til sjós ný­fermd­ur, var há­seti á kútter Pi­lot frá Bíldu­dal í tvö ár, á eim­skip­inu Wil­lemoes 1922-26, á Lag­ar­fossi 1926-28, á dönsku far­skipi í eitt ár, há­seti á Lag­ar­fossi, Goðafossi og Brú­ar­fossi 1929-32, var ann­ar stýri­maður á Heklu 1934-35, ann­ar og þriðji stýri­maður á Gull­fossi 1935-40, er skipið var her­tekiið af Þjóðverj­um, kom heim með Esju í Pet­samoferðinni 1940, var síðan stýri­maður á Sel­fossi, Lag­ar­fossi, Brú­ar­fossi, Detti­fossi og Gull­fossi til 1953.

Kristján var fa­stráðinn skip­stjóri hjá Eim­skip­um 1953, varð skip­stjóri á Gull­fossi 1958 og var síðasti skip­stjóri þessa flagg­skips ís­lenska far­skipa­flot­ans, eða þar til skipið var selt úr landi, 1973. Þá hætti Kristján til sjós og varð um­sjón­ar­maður Þórs­ham­ars, húss Alþing­is.

Kristján sat í stjórn Stýri­manna­fé­lags Íslands 1935-46, var for­seti Far­manna- og fiski­manna­sam­bands Íslands 1961-63, varamaður í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn og formaður skólaráðs Stýri­manna­skól­ans, var heiðurs­fé­lagi SKFÍ, var sæmd­ur fyrstu gráðu Dann­e­brogs­orðunn­ar og heiðurs­merki sjó­mannadags­ins.

Kristján Aðalsteinsson þann lést 14. mars 1996.

 

Gullfoss við bryggju í Kaupmannahöfn.



Skráð af Menningar-Bakki.

DEILA