Merkir Íslendingar – Guðmundur Hermannsson

Guðmund­ur Her­manns­son fædd­ist á Ísaf­irði 28.7. 1925. For­eldr­ar hans voru Her­mann K. Á. Guðmunds­son, sjó­maður og síðar verkamaður á Ísaf­irði, og k.h., Guðmunda K.S. Kristjáns­dótt­ir, verka­kona og hús­freyja.

Eig­in­kona Guðmund­ar var Her­borg Jún­íus­dótt­ir sem lést 2011 og eignuðust þau fjóra syni: Arn­ar, Grét­ar Jún­íus, Her­mann og Rún­ar.

Guðmund­ur stundaði nám við Gagn­fræðaskól­ann á Ísaf­irði, lauk próf­um frá Lög­reglu­skól­an­um í Reykja­vík 1954, stundaði nám hjá Scot­land Yard á Englandi 1954, lauk próf­um frá Metro Polit­an Police Dri­ving School í London, frá Bureau of Narcotic and Dan­gerous Drugs í Washingt­on DC í Banda­ríkj­un­um og fór náms- og kynn­is­för til lög­regl­unn­ar í Svíþjóð 1982.

Guðmund­ur hóf störf hjá Lög­regl­unni í Reykja­vík 1953, gegndi ýms­um stjórn­un­ar­störf­um þar, skipu­lagði t.d. slys­a­rann­sókn­ar­deild og var for­stöðumaður henn­ar, varð varðstjóri yfir varðsveit al­mennr­ar lög­gæslu 1961, var skipaður aðal­varðstjóri 1963, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn 1966 og skipaður yf­ir­lög­regluþjónn 1978, varð þá yfir rann­sókn­ar­deild og síðan yfir al­mennri lög­gæslu og um­ferðardeild frá 1988. Þá kenndi hann við Lög­reglu­skóla rík­is­ins í þrjá ára­tugi. Guðmund­ur lét af störf­um fyr­ir ald­urs sak­ir 1990.

Guðmund­ur var fjöl­hæf­ur íþróttamaður. Hann keppti í knatt­spyrnu og síðar í frjáls­um íþrótt­um en hann var marg­fald­ur Íslands­meist­ari og met­hafi í kúlu­varpi. Hann keppti margsinn­is í kúlu­varpi fyr­ir Íslands hönd, varð í 16. sæti á Ólymp­íu­leik­un­um í Mexí­kó árið 1968 og var kjör­inn Íþróttamaður árs­ins af íþróttaf­rétta­mönn­um árið 1967.

Guðmund­ur var sæmd­ur ýms­um heiðurs­merkj­um vegna lög­reglu­starfa og íþrótta­afreka. Hann var mjög list­feng­ur, lagði stund á skraut­rit­un og eft­ir hann ligg­ur fjöldi ol­íu­mál­verka og ljóða.

Guðmund­ur lést 15. júní 2003.
 



Morgunblaðið.



Skráð af Menningar-Staður

DEILA