Melgraseyrarkirkja

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.

Melgraseyrarkirkja er í Hólmavíkurprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi.

Melgraseyri er bær og kirkjustaður á utanverðri Langadalsströnd.

Núverandi kirkja var vígð 10. september 1972. Hún tekur 60-70 manns í sæti.

Bænhús var á Melgraseyr öldum saman og hið síðasta tók af í ofsaveðri 1966. Prestar í Kirkjubólsþingum sátu þar um skeið.

Af kirkjukort.net

DEILA