Ísafjörður: Smit á Hlíf- greindust í sóttkví

Tvö covidsmit hafa greinst á Hlíf á Ísafirði. Súsanna Ástvaldsdóttir, sóttvarnarlæknir staðfesti það í samtali við Bæjarins besta.

Hún segir að nákvæmlega sé vitað hvernig þau bárust því ekki þörf á smitrakningu innanhúss. Hinir smituðu voru komnir í sóttkví áður en þeir greindust og eru nú einangrun. Verið er að grípa til aðgerða til þess að lágmarka smithættu með því að skipta húsinu upp.

Að sögn Súsönnu mun Covid göngudeildin á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða fylgjast með fólkinu og aðstæðum.

DEILA