Ísafjörður: Dellusafnið óskar eftir styrk

Húsnæði Dellusafnsins á Ísafirði.

Dellusafnið á Ísafirði hefur óskað eftir styrk frá Ísafjarðarbæ til uppbyggingar og reksturs safnsins. Bæjarráðið fól bæjarstjóra að vinna málið áfram eins og heitir í fundargerðinni og gefur það til kynna að undirtektir séu jákvæðar en ekki gefin ákveðin svör að sinni.

Dellusafnið var stofnað 2011 og rekið þar fram til 2018 er það var flutt til Ísafjarðar.

Safnstjóri og upphaflegur eigandi safnsins var Jón Svanberg Hjartarson frá Flateyri.  Opnaði hann það í þeim tilgangi að koma fyrir sínu eigin lögregluminjasafni og hvetja fólk til þess að gera slíkt hið sama við sín einkasöfn. Bæst hafa við vinnuvélamódelasafn, smáflöskusafn,apasafn, sykurmolasafn, kveikjarasafn og ýmislegt fleira má þar sjá.

Safniðvaer að mestu verið lokað eftir að kórónuveirufaraldurinn braust út, en var opið í 5 vikur sumarið 2020 er opið nú í sumar alla daga frá kl 13 – 17.

Vonast til að safnið geti verið meira opið og gert er ráð fyrir 2 stöðugildum yfir sumarið og að það verði opið fram í september. Áætlaður starfsmannakostaður að meðtaldri sjálfboðavinnu eigenda er um 4 m.kr.

Ferðamenn sækja safnið og boðið er upp á móttökur utan hefðbundins vinnutíma. Vonast er eftir því að þegar fram í sækir verði fjárhagsgrundvöllur safnsins tryggur en þörf er á stuðningi eins og aðstæður eru nú.

DEILA