Breski tannlæknirinn Christian Lee, sem kom til Ísafjarðar í apríl er farinn og kominn aftur til Bretlands. Hann staðfesti það við Bæjarins besta. Hann sagði persónulegar ástæður liggja að baki ákvörðuninni.
Samkvæmt heimildum Bæjarins besta hefur ekki annar tannlæknir komið í hans stað, en nýútskrifaður tannlæknir Katrín Ugla Kristjánsdóttir mun hafa áhuga og hefur komið vestur til þess að skoða aðstæður. Búist er við að ákvörðun liggi fyrir fljótlega.