Gauti Geirsson framkvæmdastjóri Háafells segir að Háafell hafi stundað fiskeldi í Ísafjarðardjúpi undanfarin 20 ár og verið í umsóknarferli fyrir laxeldisleyfi í 10 ár og muni ekki láta kærurnar slá sig út af laginu.
„Það eru fyrst og fremst vonbrigði að Arnarlax hafi látið verða af hótunum sínum frá því í vor um að kæra fiskeldisleyfi Háafells í Ísafjarðardjúpi. Þetta er bara spurning um hvernig menn vilja vinna. Arnarlaxi er auðvitað frjálst að mæta sveitarfélaginu sem stutt hefur við bakið á því í dómssölum og sömuleiðis að reyna nú að hrifsa réttmæt leyfi af heimafyrirtæki sem er að fullu í eigu íslenskra aðila, en þetta eru aðferðir sem hugnast okkur ekki.“
Um rökstuðning Arnarlax fyrir kærunni segir Gauti:
„Málatilbúnaður Arnarlax er afar ófullnægjandi, þar er algjörlega horft framhjá veigamiklum atriðum málsins og það mun koma fram við efnislega meðferð úrskurðanefndarinnar.“