Dagný Finnbjörnsdóttir ráðin framkvæmdastjóri HSV

Dagný Finnbjörnsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Héraðssambands Vestfirðinga..

Dagný útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Ísafirði 2008, öðlaðist meistararéttindi í snyrtifræðum frá Verkmenntaskólanum á Akureyri 2012 og lauk B.Ed. gráðu í kennarafræðum frá Háskólanum á Akureyri 2020. 

Dagný hefur starfað sem umsjónarmaður yngri flokka körfuknattleiksdeildar Vestra og sem körfuknattleiksþjálfari frá árinu 2017.  Frá árinu 2015 hefur hún verið annar eigandi fataverslunarinnar Jón og Gunna ehf og hefur þaðan umtalsverða reynslu af rekstri. Þá rak hún einnig fyrirtæki á eigin vegum á árunum 2010 til 2016.  Frá 2020 hefur Dagný svo gengt starfi umsjónarkennara/ leiðbeinanda við Grunnskóla Bolungarvíkur frá.  

Dagný hefur formlega störf hjá sambandinu 1.ágúst n.k.

DEILA