Byggðastofnun úthlutar 4.960 tonnum, þar af 2.050 tonnum til Vestfjarða

Tindur ÍS veiðir sértæka byggðakvótann á Flateyri. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Byggðastofnun annast ráðstöfun sértæks byggðakvóta sem kemur til viðbótar almennum byggðakvóta sem Fiskistofa úthlutar eftir reglum sem ákveðnar eru í einstökum sveitarfélögum.

Sértæka byggðakvótanum er ætlað að styðja byggðarlög í alvarlegum og bráðum vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Byggðastofnun getur gert samninga við fiskvinnslur eða útgerðarfélög til allt að sex ára í senn. Byggðastofnun skal hafa samráð við sveitarstjórn viðkomandi sveitarfélags áður en samningur er undirritaður.

Byggðastofnun gefur gert 13 samninga um sértæka byggðakvótann fyrir samtals 4.960 tonn á ári. Fimm samningar eru við fyrirtæki á Vestfjörðum og eru þeir upp á 2.050 tonn. Í Eyjafirðinum eru þrír samningar með 810 tonn, Á Melrakkasléttunni eru tveir samningar með 900 tonnum og á Austurlandi eru tveir samningar þar sem veittar eru 1.200 tonna aflaheimildir í þorskígildum mælt.

Á Vestfjörðum eru þrír samningarnir í Ísafjarðarbæ og eru 1.400 tonna aflaheimildir í þeim. Einn samningur er í Tálkafirði upp á 400 tonn og einn á Drangsnesi þar sem eru 250 tonn.

Samningarnir eru allir til sex ára.

StaðurGildistímiÞígt. árlegaSamningsaðilar
Tálknafjörður/Patreksfjörður2018-2024400Oddi hf., Stegla ehf., Garraútgerðin ehf.
Þingeyri2018-2024500Íslenskt sjávarfang ehf., SE ehf., Bergur ehf., Svalvogar ehf., Páll Björnsson, Kuldaklettur ehf., Hólmgeir Pálmason, Hulda ÍS 40 ehf., Skjólvík ehf., Þórður Sigurðsson 
Flateyri2019-2025400Vestfiskur Flateyri ehf., Vestfiskur ehf., Klofningur ehf., Aurora Seafood ehf., Fiskvinnslan Íslandssaga ehf.
Suðureyri2018-2024500Fiskvinnslan Íslandssaga hf., Norðureyri ehf., Flugalda ehf., EA-30 ehf., Hraðfrystihúsið Gunnvör hf., Klofningur ehf., Vestfiskur ehf.  
Drangsnes2018-2024250Fiskvinnslan Drangur ehf., Útgerðarfélagið Skúli ehf., ST-2 ehf. 
Hrísey2018-2024350K & G ehf.
Grímsey 12018-2024400Sæbjörg ehf., Heimskautssport ehf., Sigurbjörn ehf., Stekkjarvík ehf. 
Grímsey 22018-202460Hafborg ehf. 
Raufarhöfn2018-2024500GPG Seafood ehf.
Bakkafjörður 12018-2024250Halldór fiskvinnsla ehf., Þollur ehf.
Bakkafjörður 22019-2024150GeVe ehf., HH-Holding ehf., Bjargið ehf., Hróðgeir hvíti ehf., Jökulheimar ehf., Gunnlaugur Jónsson
Breiðdalsvík2017-2023400Gullrún ehf., Goðaborg ehf., Grænnípa ehf., Búlandstindur ehf. 
Djúpivogur2018-2024800Búlandstindur ehf., Eyfreyjunes ehf., Fiskeldi Austfjarða ehf., Laxar fiskeldi ehf. 
4.960
DEILA