Metafli barst að landi í Bolungavíkurhöfn í júnímánuði. Samkvæmt yfirliti hafnarinnar var landað tæplega 2.700 tonnum af bolfiski í mánuðinum.
Togarinn Sirrý ÍS landaði 505 tonnum eftri fimm veiðiferðir. Þá barst mikill afli af dragnótarbátum eða nærri 1.600 tonn. Strandveiðibátar lönduðu samtals 255 tonnum. Línubátar veiddu samtals um 350 tonn.
Af snurvoðarbátum var Ásdís ÍS aflahæst með 479 tonn, Finnbjörn ÍS var með 323 tonn, Þorlákur ÍS 289 tonn, Esjar Sh 209 tonn.
Af línubátum voru Fríða Dagmar ÍS og Jónína Brynja ÍS með um 120 tonn hvor og Indriði Kristins BA með 53 tonn.