Það er næsta víst að Vestfjarðaóður mun óma á hinni árlegu listahátíð Act alone á Suðureyri í ágúst. Því hinn eini sanni Herbert Guðmundsson, söngvari bolvísku sveitarinnar Kan, er einn af þeim fjölmörgum sem koma fram á Acti ársins. Hátíðin verður haldin dagana 5. – 8. ágúst á Suðureyri og víst verður veislan einstaklega einstök því alls verður boðið uppá 22 viðburði. Ókeypis er á alla viðburði hátíðarinnar einsog verið hefur frá upphafi. Ekki nóg með það því einnig verður hægt að ferðast ókeypis millum Ísafjarðar og einleikjaþorpsins Suðureyri alla Act dagana með langferðabifreið Actsins.
Einstök tónlist verður sannlega í aðalhlutverki á Acti ársins því alls verður boðið uppá fjóra tónleika. Auk Herberts stíga á stig þau Bríet, Gugusar og heimalistamaðurinn Katla í Between Mountains. Einleikir eru að vanda hjarta hátíðarinnar en boðið verður uppá átta einleiki má þar nefna pólskan einleik, Elskum atvinnulausa listamenn. Vegleg barnadagskrá verður í boði á laugardeginum, stórleikarinn Arnar Jónsson verður á eintali auk þess sem boðið verður uppá danssýningu og myndlistarsýningu.
Tilveran er einstök á Suðureyri í ágúst og hér má finna dagskrá hátíðarinnar www.actalone.net