Tálknafjarðarhreppur kannar sameiningarkosti

Á síðasta fundi hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps var samþykkt að kanna mögulega sameiningu við önnur sveitarfélög.

Lögð var fyrir fundinn verkefnistillaga frá RR ráðgjöf ehf. dags. 31.05.2021 og er markmið verkefnisins er að greina styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri Tálknafjarðarhrepps ef til sameiningar sveitarfélagsins kemur.

Jafnframt er lagt fram bréf sveitarstjóra til Ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 01.06.2021 þar sem óskað er eftir styrk til vinnslu valkostagreiningu á sameiningarkostum Tálknafjarðarhrepps ásamt bréfi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dags. 07.06.2021 þar sem kemur fram að samþykkt hafi verið að veita Tálknafjarðarhreppi styrk vegna verkefnisins og var sveitarstjóra er falið að rita undir samning þess efnis.

DEILA