Fimmtudaginn 24. júní kl. 20 fjalla bræðurnir Þórarinn og Elfar Logi Hannessynir um vestfirsku skáldin Stein Steinarr og Stefán frá Hvítadal í tali og tónum. Þórarinn mun flytja frumsamin lög við ljóð skáldanna og sagt verður frá ævi þessara einstöku skálda.
Dagskráin fer fram í Steinshúsi á Langadalsströnd innst í Ísafjarðardjúpi, sem nú er hluti af Strandabyggð og tengist hún hamingjudögum á Hólmavík sem verða um næstu helgi.
Laugardaginn 26. júní kl. 17 verða svo Svavar Knútur og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson með dagskrá þar sem lög við ljóð Steins Steinarrs verða flutt í bland við upplestur ljóða eftir Stein og undir áhrifum af ljóðum hans.
Uppbyggingarsjóður Vestfjarða styrkti viðburðina.