Seiglurnar á Ísafirði

Seiglurnar sigla hringinn í kring um landið í sumarið á skútunni Esju. 35 konur á öllum aldri taka þátt í siglingunni en markmið verkefnisins er að:

  • virkja konur til siglinga við Ísland
  • vekja athygli á heilbrigði hafsins
  • hvetja alla til ábyrgrar umgengni við hafið og auðlindir þess

Skútan Esja er á Ísafirði um þessar mundir og býður til samtals um hafið og umgengni við það undir yfirskriftinni „Hafið er okkar umhverfi“.

Málþingið fer fram í Bryggjusal Edinborgarhússins á Ísafirði kl. 12:05 miðvikudaginn 16. júní og er það í samstarfi við Hafnir Ísafjarðarbæjar.

Dagskrá:

  • Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður rannsóknaseturs HÍ í Bolungarvík: Álagsþættir af mannavöldum og lífríki í strandsjó
  • Sigríður Kristinsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun: Heilbrigt haf
  • Catherine Chambers, rannsóknarstjóri hjá Háskólasetri Vestfjarða: Gildi íslenskra smábáta í sjávarútvegi
  • Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim: Mikilvægi sjálfbærni í sjávarútvegi
  • Elena Dís Víðisdóttir, sérfræðingur í orkusviði Orkubús Vestfjarða og fulltrúi Bláma: Orkuskipti í sjávarrútvegi á Vestfjörðum.

Umræðum stýrir Bryndís Skúladóttir, verkfræðingur og Seigla. Gestir eru hvattir til að taka þátt í umræðum.

Boðið verður upp á léttar veitingar og er aðgangur ókeypis.

DEILA