VinnsluVarp -Er þetta nóg? er nafn á sýningu í Heimabyggð á Ísafirði á 17. júní kl.15:15.
Þar sýnir Ólöf Dómhildur verk af vinnustofunni frá árinu 2000 til dagsins í dag.
,,Horfi yfir verk sem lágu á vinnustofunni og hugsa er þetta nóg, er nægileg samfella, get ég hleypt þeim í dagsljósið. En ef ég varpa verkunum upp aftur endurtek þetta, bý til betri eftirmynd af frummyndinni verður það betra. Finn ég þráðin með því að endurtaka fortíðina.Hvað gerðist á milli kúlupennateikningarinnar og svarthvítu olíumálverksins?
Unglingabrjóstahaldari og brunaslanga eiga lítið sameiginlegt nema áhuga minn á viðfangsefninu; sjónrænt og tilfinningalega. Meltingakerfi heilans er magnað fyrirbæri.Tilfinningin að sitja, teikna og mála er ótrúlega gefandi og góð. Að gefa verkin á vald áhorfandans er ógnvekjandi og efinn fyllir hausinn. Nú treysti barnið, unglingurinn og ég fullorðna konan ykkur fyrir þessu öllu.”