Næsta ferð Ferðafélags Ísfirðinga verður farin 12. júní – Seljadalur

Lagt verður af stað frá Skarfaskeri við utanverðan Hnífsdal kl. 10:00

Áætluð vegalengd: 8 km.

Tími: 4 – 5 klst.

Sagt frá helstu örnefnum á svæðinu og verstöðinni sem þar var.
Það er frá mörgu að segja um þessa gömlu verstöð. Þá vekja a.m.k. sum örnefnin nokkra athygli fyrir það hversu sérstök þau eru. Dalurinn er nokkuð langur og því tilvalið fyrir gönguglaða að reima á sig skóna, slást í hópinn og njóta um leið heilnæmrar útivistar og friðsældar. Útsýnið úr ofanverðum dalnum kemur verulega á óvart fyrir það hversu stórbrotið það er.

Gönguferðin hefst við Páfann og lýkur fyrir ofan Rass.

DEILA