MERKIR ÍSLENDINGAR – HAFLIÐI MAGNÚSSON

Hafliði Þórður Magnússon, listamaður frá Bíldudal, var fæddur þann 16. júlí 1935. Foreldrar hans voru Bentína Kristín Jónsdóttir og Magnús Einarsson.

Systkini Hafliða:

sammæðra Elísabet Matthildur Árnadóttir, f. 1924.

Alsystkini: Sigríður, f. 1927, Óskar, f. 1933, tvíburasystir Hafliða, Guðlaug Ásta, f. 1935, Ásdís Guðrún, f. 1940.

Hafliði eignaðist tvær dætur, Björk og Sóldögg með sambýliskonu sinni og barnsmóður Soffíu Sigurðardóttur, þau slitu samvistum.

Hafliði var fæddur í Hergilsey á Breiðafirði. Hann fluttist þaðan 6 ára í Arnarfjörð þar sem fjölskyldan bjó á ýmsum stöðum en lengst af bjó hann á Bíldudal. Hann bjó einnig um tíma í Reykjavík.

Hafliði starfaði m.a. sem sjómaður og þá mest á síðutogurum, við fiskvinnslu og einnig kenndi hann sjóvinnu. Þá vann hann við uppbyggingu Mjólkárvirkjunar og endurgerð fæðingarbæjar Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð.

Frá árinu 1998 bjó Hafliði síðan á Selfossi ásamt sambýliskonu sinni Evu Þórarinsdóttur frá Suðureyri við Súgandafjörð, foreldrar hennar voru Þórarinn Brynjólfsson og Guðrún Markúsdóttir. 

Á Selfossi vann hann ýmis störf, síðast hjá SG við trésmíðar þar sem hann lauk hefðbundinni starfsævi árið 2002.

En Hafliði Magnússon var fyrst og fremst rithöfundur, ljóðskáld, söngleikjahöfundur og málari. Þá lagði hann mikla rækt við sagnaþætti af ýmsum toga og flest í því tengdist Bíldudal og Arnarfirði. Hann var svo sannarlega margþættur listamaður og þeim störfum helgaði hann sig alfarið eftir að hann hætti störfum hjá SG.

Hafliði Magnússon lést þann 25. júní 2011 á heimili sínu á Selfossi.

Minningarathöfn um Hafliða Magnússon fór fram í Laugardælakirkju við Selfoss fimmtudaginn 30. júní 2011.

Hafliði  Magnússon var jarðsunginn frá Bíldudalskirkju laugardaginn 2. júlí 211.

Prestur við minningarafhöfnina og útförina var séra Egill Hallgrímsson í Skálholti. Egill lést þann 9. júní s.l. og verður jarðsunginn á morgun, laugardaginn 26. júní frá Skálholtskirkju.


Hafliði Magnússon við upplestur í Sunnlenska bókakaffinuá Selfossi í desember 2008.F.v.: Steingrímur Stefnisson frá Flateyri, veitingamaður á Cafe Catalina í Kópavogi,Hafliði Magnússon frá Bíldudal, fór á kostum við lesturinn, Elín Gunnlaugsdóttirtónskáld og veitingamaður í Sunnlenska bókakaffinu, sitjandi við borðið;Guðrún Jónína Magnúsdóttir frá Ingjaldssandi, síðan ÞingeyringarnirRegína Höskuldsdóttir og Gerður Matthíasdóttir.Ljósm.: BIB




Skráð af Menningar-Bakki.

DEILA