Sýningin Einangrun verður sýnd á Ísafjarðarflugvelli sunnudaginn 13. júní. Um er að ræða samskotsverk úr smiðju Leikhópsins Lakehouse þar sem raðað er saman ljóðum, örsögum og stuttum leikþáttum.
Ellefu höfundar hvaðanæva af landinu lögðu til efnivið í verkið og úr varð 30 mínútna verk sem birtist okkur nú í óvenjulegu umhverfi – á flugvöllum í fjórum landshlutum. Flytjandi er Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari og tónlistarmaður, en leikstjóri er Árni Kristjánsson.
Verkið er hluti af Listahátíð 2020, en vegna faraldursins var leitað nýrra leiða til að koma listflutningi á framfæri. Sýningar eru kl. 10:20 og 18:00. Aðgangur er ókeypis,
Meðal höfunda eru:
Anna Sigríður Ólafsdóttir er skúffuskáld á Ísafirði. Hún er með gráðu í nútímafræði og hefur komið víða við í atvinnu- og sköpunarlífinu á miðlungslangri ævi.
Bára Örk Melsted lauk alþjóðlegu stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2019. Hefur lengi haft áhuga á skapandi skrifum og tekið þátt í ljóðasamkepnum og skrifað ljóðabækur. Stóð fyrir Bókmennta og ljóðahátíðinni Bókavík á Hólmavík árið 2014. Hefur starfað með og situr í stjórn Leikfélags Hólmavíkur og hefur komið að margvíslegum verkefnum.
Halla Ólafsdóttir er úr Reykjavík en flutti á Ísafjörð árið 2015. Hún stundaði nám í íslensku og ritlist við Háskóla Íslands og meistaranám í sjónrænni- og fjölmiðlamannfræði við Freie Universitaet í Berlín. Frá árinu 2015 hefur Halla starfað við fréttamennsku og dagskrárgerð fyrir RÚV á Vestfjörðum.
Hallgrímur Hróðmarsson er kennari við framhaldsskóla. Hann kenndi eðlisfræði og stærðfræði en er nú á eftirlaunum. Hallgrímur hefur meðal annars skrifað 38 örsögur sem hann hefur birt á Vefsíða Hallgríms hallihro.is. Nokkrar þeirra fjalla um reynslu hans af geðhvarfasýk.