Kvikmyndahátíð á Ísafirði í október

Kvikmyndin Marcel leikstjóri Marcin Mikulski frá Póllandi

Kvikmyndahátíðin The Pigeon International Film Festival (PIFF) verður haldin á Ísafirði dagana 14.-17 október. Nafnið á hátíðinni er til heiðurs honum Dúa okkar í Ísafjarðarbíó segir í fréttatilkynningu sem Fjölnir Baldursson og Steingrímur Rúnar Guðmundsson hafa sent til fjölmiðla.

Aðstandendur hátíðarinnar hafa unnið hörðum höndum að undirbúningi hátíðarinnar. Komið er vilyrði fyrir 300.000 styrk frá Kvikmyndastofnun Íslands. Þá eru styrktaraðilar meðal annars Dokkan, Reykjavík Photo og Penninn Eymundsson.

39 kvikmyndir sýndar

Sýndar verða myndir frá öllum heimshornum. Áætlað er að verði sýndar myndir frá 30 löndum. Frá Póllandi, Indlandi, Íran, USA, Finnlandi Brasilíu svo dæmi séu tekin. Sýndar verða 7 kvikmyndir 25 stuttmyndir 5 stuttar heimildarmyndir og 2 stórar heimildarmyndir.

Aðalsýningarstaður verður Ísafjarðarbíó en svo verða valdar frísýningar á öðrum stöðum bæjarfélagsins.

Í tilkynningunni segir:

„Við stefnum á að vera ekki eins og hinar hátíðirnar á Íslandi, við erum í litlu bæjarfélagi og erum að sýna myndir sem höfða til sem flestra. Við erum að taka tillit til þess í vali á myndum.

Það er pólskt þema hjá okkur í ár, og höfum við fengið margar góðar myndir frá Póllandi.

Stefnan er að reyna finna þá sem eiga eftir að verða þekktir og koma nýjum kvikmynda-gerðamönnum á kortið

Gefa þeim sem eru að gera gott efni möguleika á að koma myndunum sínum í kvikmyndahús og stækka tengslanetið sitt.

Þannig að við munum sýna myndir sem myndu aldrei vera sýndar hér á Íslandi og erum við viss um að allavega í ár munu nokkrir kvikmyndagerðamenn sem eiga mynd hjá okkur verða þekktir kvikmyndagerðamenn eftir örfá ár.“

Meðal kvikmynda sem líklega verða sýndar eru:




Kvikmyndin Est leikstjóri Antonio Pisu frá Ítalíu.




Silent movie leikstjóri Melo Viana frá Brasilíu.

DEILA