Hörður Ísafirði sendir lið í 4. deildina í knattspyrnu karla og leikur liðið í C riðli keppninnar. Þar eru 9 lið sem keppa um sigur í riðlinum og réttinn til að vinna sér sæti í 3. deild næsta sumar. Alls eru leiknir 16 leikir og eru 7 umferðir búnar.
Hörður er í 3. sæti í riðlinum með 16 stig, einu stigi á efsta liðinu og jafnmörg stig og liðið í 2. sæti.
Á laugardaginn lék Hörður á heimavelli sínum, Skeiðisvellinum í Bolungavík, við Álafoss frá Mosfellsbæ og hafði öruggan sigur 4:2.
Mörk Harðar gerðu þeir Sigurður A. Hannesson, Birkir Eydal, Felix R. Grétarsson og Guðmundur Páll Einarsson.
Næsti leikur Harðar fer fram á KR vellinum í Vesturbæ Reykjavíkur næsta laugardag og verður keppt við KM.
Vestri tapaði fyrir ÍBV
Vestri lék í gær við ÍBV frá Vestmannaeyjum í Lengjudeildinni og reyndust Eyjamenn sterkari og unnu 3:0 sigur. Eyjamenn eru nú í 2. sæti deildarinnar en Vestri áfram í 6. sæti.
Guðjón Pétur Lýðsson skorðai fyrsta mark Eyjamanna með skoti frá miðju vallarins og var reyndar inn á sínum eigin vallarhelmingi.
Skot Guðjóns Péturs í uppsiglingu.