Ísfirðingur fær verðlaun í Kvikmyndaskóla Íslands

Ísfirðingurinn Snorri Sigbjörn Jónsson útskrifaðist á dögunum frá Kvikmyndaskóla Íslands í skapandi tækni.

Snorri fékk sérstök verðlaun fyrir stuttmyndina Berti sem hann gerði ásamt Karólínu Bærenz Lárusdóttur.

Í útskriftarræðu sinni vék rektor skólans Friðrik Þór Friðriksson m.a. að gildi menntunarinnar sem nemendur sækja sér með námi í í skólanum:

„Það er af því að þið völduð ykkur nám sem úreltist ekki. Ég ábyrgist að sú menntun sem þið hafið hlotið hér í Kvikmyndaskóla Íslands mun endast ykkur út ævina. Sú reynsla að skapa listaverk sem er búið til með persónulegri meðvitund og tilfinningu, að klára verkið, sýna það og fá viðtökur, það er menntun sem hefur ekkert með stórtölvur eða ytri veruleika að gera. Þetta er ykkar innri menntun og hún verður ekki af ykkur tekin. Og sú hæfni að kunna að segja sögur mun aldrei úreldast meðan mannleg samfélög eru til.“

DEILA